Sturla felldur sem forseti og íhugar framhaldið

Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is

Sturla Böðvars­son til­kynn­ir á fundi með kjör­dæm­aráði á laug­ar­dag­inn hvort hann hyggst gefa kost á sér áfram til næstu alþing­is­kosn­inga. Hann var ekki til­bú­inn að láta það uppi nú.

„Það eru vanda­sam­ir tím­ar framund­an og það skipt­ir miklu máli að öfl­ugt lið gangi til þings að kosn­ing­um lokn­um.“

Sturla vék úr stóli þing­for­seta í gær fyr­ir Guðbjarti Hann­es­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Guðbjart­ur fékk 35 at­kvæði og Sturla 25 í kjöri um stól­inn. Einn skilaði auðu.

„Ég leit ekki á kjörið sem vantrauststillögu á mig persónulega. Hins vegar var ég mjög ósáttur við forsendurnar sem þeir settu fyrir breytingunni og að þeir teldu nauðsyn að þingmaður úr stjórnarliðinu gæti einn verið forseti þingsins,“ segir Sturla.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina