Pólitískar hreinsanir og ofsóknir

Kjartan Gunnarsson.
Kjartan Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Kjart­an Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýn­ir nýja rík­is­stjórn harðlega í grein í Morg­un­blaðinu í dag, og seg­ir hana virðast ætla, með sitt tak­markaða umboð, að stofna til póli­tískra hreins­ana og of­sókna gegn ein­stak­ling­um, ef þeir eru ekki í rétt­um flokki að henn­ar mati.

„Í stjórn­má­laum­ræðum tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar hafði hug­takið „hreins­an­ir“ ávallt skýra og af­markaða merk­ingu sem eng­inn heiðvirður maður vill láta kenna sig við. Nú virðist sem þessi minni­hluta­stjórn ætli með sitt tak­markaða umboð að stofna til póli­tískra hreins­ana og of­sókna gegn ein­stak­ling­um, ef þeir eru ekki í rétt­um flokki að henn­ar mati. Á viðsjár­verðum tím­um ætl­ar hún að rjúfa griðin í þjóðfé­lag­inu. Jafn­framt ætl­ar hún á nokkr­um vik­um að ger­breyta skip­an pen­inga­mála og bylta stjórn­ar­skránni og dóm­stóla­skip­an­inni! Þetta er ekki rétta ráðið til að afla trausts, hvorki hér á landi né er­lend­is. Aðgerðir Jó­hönnu bera ógeðfelld­an blæ heift­ar og hefnda. Öllu sómakæru fólki hlýt­ur að of­bjóða," seg­ir Kjart­an og bæt­ir við, að hann eigi  sér­stak­lega erfitt með að trúa því, að fram­sókn­ar­menn muni standa að þess­um fá­heyrðu of­sókn­um og valdníðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina