Ákveðið hefur verið að efna til forvals í hjá Vinstri grænum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi alþingiskosningar. Fimm manna kjörstjórn leggur til að forvalið fari fram 6.mars næstkomandi og framboðsfrestur sé til 19. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Drífa Snædal, framkvæmdastjóri VG hefur sent fjölmiðlum.
Tillaga að þessum dagsetningum verður lögð fyrir félagsfund í Reykjavíkurfélagi Vinstri-grænna næstkomandi fimmtudag. Á fundinum verða einnig lagðar fyrir reglur sem kosið verður eftir, jafnframt því að velja fulltrúa félagsins á landsfund flokksins sem fram fer 20.-22. mars.
Fundurinn verður haldinn á Vesturgötu 7 fimmtudaginn 12. febrúar og hefst hann kl. 20.