Forval VG í Reykjavík 6. mars

Frá 10 ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Frá 10 ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Kristinn Ingvarsson

Ákveðið hef­ur verið að efna til for­vals í hjá Vinstri græn­um í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um tveim­ur fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Fimm manna kjör­stjórn legg­ur til að for­valið fari fram 6.mars næst­kom­andi og fram­boðsfrest­ur sé til 19. fe­brú­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Drífa Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóri VG hef­ur sent fjöl­miðlum.

Til­laga að þess­um dag­setn­ing­um verður lögð fyr­ir fé­lags­fund í Reykja­vík­ur­fé­lagi Vinstri-grænna næst­kom­andi fimmtu­dag.  Á fund­in­um verða einnig lagðar fyr­ir regl­ur sem kosið verður eft­ir, jafn­framt því að velja full­trúa fé­lags­ins á lands­fund flokks­ins sem fram fer 20.-22. mars.

Fund­ur­inn verður hald­inn á Vest­ur­götu 7 fimmtu­dag­inn 12. fe­brú­ar og hefst hann kl. 20.

mbl.is