Það er hægt að losna við menn

Sigurður Líndal, prófessor í lögum
Sigurður Líndal, prófessor í lögum mbl.is/Ómar

„Ég veit ekki bet­ur en það sé hægt að losna við menn,“ seg­ir Sig­urður Lín­dal, pró­fess­or við Há­skól­ann á Bif­röst, vegna beiðni for­sæt­is­ráðherra til seðlabanka­stjóra um að víkja úr starfi.

Sig­urður seg­ir að sér sýn­ist sem tvær leiðir séu til þess að víkja mönn­um úr starfi, annaðhvort vegna ein­hverra ávirðinga eða með því að leggja embættið niður. „Mér sýn­ist eiga að fara síðari leiðina.“

Davíð Odds­son seðlabanka­stjóri seg­ir í svar­bréfi sínu til for­sæt­is­ráðherra að lög sem eigi að tryggja sjálf­stæði seðlabanka og koma í veg fyr­ir póli­tíska aðför að seðlabanka­stjórn­inni hafi verið þver­brot­in.

Sig­urður seg­ist ekki geta tekið af­stöðu til þess­ara atriða.

„Ég hef ekki sett mig inn í hver nauðsyn er á þessu frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um Seðlabank­ann.“

Það er mat Sigurðar að ekki sé nauðsynlegt að formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands sé hagfræðingur. „Eru ekki tveir hagfræðingar með honum og alveg heill herskari af hagfræðingum í bankanum? En ég geri kannski ráð fyrir því að hagfræðingar séu oftast ráðnir í þetta starf.“
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina