Guðjón Arnar í leyfi frá þingstörfum

Ragnheiður Ólafsdóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi
Ragnheiður Ólafsdóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi

Ragn­heiður Ólafs­dótt­ir, varaþingmaður Frjáls­lynda flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi tek­ur í dag sæti á Alþingi. Guðjón Arn­ar Kristjáns­son formaður flokks­ins tek­ur leyfi frá þing­störf­um næstu tvær vik­ur til að sinna kjör­dæm­a­mál­um og und­ir­bún­ingi landsþings Frjáls­lynda flokks­ins sem haldið verður dag­ana 13. og 14. mars næst­kom­andi.
 
Ragn­heiður er bú­sett á Akra­nesi. Hún er fædd á Bíldu­dal 8. októ­ber 1942. Eig­inmaður henn­ar er Sölvi Páls­son skip­stjóri. Ragn­heiður og Sölvi eiga fjög­ur upp­kom­in börn. Ragn­heiður var hrepps­nefnd­ar­full­trúi í Tálknafirði og síðan bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins á Akra­nesi í eitt kjör­tíma­bil. Hún var formaður sjálf­stæðis­k­venna­fé­lags­ins Báru á Akra­nesi, í stjórn og fram­kvæmda­stjórn Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna.

Hún var varaþingmaður Borg­ara­flokks­ins í Reykja­nes­kjör­dæmi, formaður Lands­sam­bands heima­vinn­andi fólks, formaður Kven­fé­lags Akra­ness og formaður skóla­nefnd­ar Fjöl­brauta­skóla Akra­ness.

mbl.is