Þurftu ekki reglur til að birta upplýsingarnar

mbl.is/Kristinn

Þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins telja að setja eigi regl­ur eða lög sem skuld­bindi alþing­is­menn til að gefa upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­lega hags­muni sína og önn­ur hags­muna­tengsl. Þar með er meiri­hluti Alþing­is fylgj­andi slík­um breyt­ing­um.

Vorið 2005 varð mik­il umræða um hvort alþing­is­menn ættu að veita upp­lýs­ing­ar um eign­ir sín­ar og hags­muna­tengsl. Fram­sókn­ar­menn biðu ekki eft­ir regl­un­um, held­ur birtu til­tekn­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­hag þing­manna á vef sín­um.

Síðan hafa nokkr­ir nýir þing­menn tekið sæti á þingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn en af ein­hverj­um or­sök­um, að öll­um lík­ind­um at­hug­un­ar­leysi, vant­ar nú þess­ar upp­lýs­ing­ar um tvo þing­menn af sjö, þ.e. Eygló Harðardótt­ur og Hösk­uld Þ. Þór­halls­son.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar eru held­ur um eign­ir og fjár­hags­leg tengsl hins nýja for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, enda er hann ekki þingmaður. Í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær sagði Sig­mund­ur að hann myndi vænt­an­lega birta sam­bæri­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­mál sín fyr­ir næstu kosn­ing­ar.

At­hygli hef­ur verið vak­in á því í fjöl­miðlum að sam­býl­is­kona Sig­mund­ar, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, greiddi ríf­lega 100 millj­ón­ir í fjár­magn­s­tekju­skatt vegna gjalda­árs­ins 2007. Sig­mund­ur sagðist ekki hafa viljað blanda fjár­mál­um sam­býl­is­konu sinn­ar inn í umræðu um sín fjár­mál. Þau Sig­mund­ur og Anna Sig­ur­laug eru trú­lofuð.

Í drögum forsætisnefndar, sem byggjast að mestu á reglum sem gilda í danska þinginu, er gert ráð fyrir að alþingismönnum verði í sjálfsvald sett hvort þeir veita þessar upplýsingar. Þingflokkur sjálfstæðismanna gerði fáar athugasemdir og tók fram að alþingismenn gætu ráðið því sjálfir hvort þeir veittu upplýsingar um fjárhag sinn. Athugasemdir VG lutu m.a. að því að þingmönnum yrði skylt að geta um fasteignir, aðrar en heimili og landeignir.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: