36 þingmenn vilja hvalveiðar

mbl.is/ÞÖK

Þrjá­tíu og sex þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að veiðum á hrefnu og langreyði hér við land skuli haldið áfram, veiðileyfi gef­in út til næstu fimm ára og að ár­leg­ur leyfi­leg­ur heild­arafli verði eins og kveðið er á um í veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Um er að ræða meiri­hluta þeirra þing­manna sem sitja nú á Alþingi en þeir eru sam­tals 63. 

Ein­ar K. Guðfinns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar en eitt síðasta verk hans í ráðherra­embætt­inu var að gefa út reglu­gerð um veiðikvóta fyr­ir langreyðar og hrefnu til næstu fimm ára og skyldu þeir kvót­ar fylgja veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Eft­ir­maður hans, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, hef­ur tekið þessa ákvörðun til end­ur­skoðunar og mun birta niður­stöðu sína í næstu viku.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir, að með henni sé í raun verið að árétta þau sjón­ar­mið, að hval­veiðar eigi að stunda á grund­velli vís­inda­legr­ar ráðgjaf­ar. Við þær aðstæður sem nú ríki varðandi þá spurn­ingu sé til­efni til að leiða fram vilja Alþing­is gagn­vart þessu viðfangs­efni. Sé til­laga þessi flutt í því skyni.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina