Ólöf Nordal fer fram í Reykjavík

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal

Ólöf Nor­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, hef­ur ákveðið að taka þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Próf­kjörið fer fram 13. og 14. mars næst­kom­andi.

Ólöf tók sæti á Alþingi eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2007, en þá var hún í þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

„Ég er mjög þakk­lát fyr­ir það traust sem ég fékk í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Ég kom ný á lista flokks­ins eft­ir af­ger­andi stuðning í próf­kjöri. Breyt­ing hef­ur nú orðið á hög­um fjöl­skyld­unn­ar á þann veg, að við erum nú flutt úr kjör­dæm­inu. Aðalaðset­ur fjöl­skyldu minn­ar er nú í Reykja­vík , þar sem ég er fædd og upp­al­in og mér finnst því eðli­legt að ég leggi verk mín í dóm sjálf­stæðismanna í Reykja­vík,” seg­ir Ólöf í frétta­til­kynn­ingu.

Á Alþingi hef­ur Ólöf gegnt marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um, m.a. setið í alls­herj­ar­nefnd og um­hverf­is­nefnd, auk þess að vera vara­formaður sam­göngu­nefnd­ar. Hún sit­ur í há­skólaráði Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, stjórn Hand­verks og hönn­un­ar, er formaður í nefnd á veg­um fjár­málaráðuneyt­is um kyn­bund­in launamun og fleira.

Ólöf Nor­dal er gift Tóm­asi Má Sig­urðssyni, for­stjóra Alcoa á Íslandi. Þau eiga fjög­ur börn á skóla­aldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina