Sendiherrar mótmæla hvalveiðum

Sendiherrar afhenda Steingrími bréf sem þeir skrifuðu vegna fyrirhugaðra hvalveiða.
Sendiherrar afhenda Steingrími bréf sem þeir skrifuðu vegna fyrirhugaðra hvalveiða.

Sendi­herr­ar Banda­ríkj­anna, Finn­lands, Bret­lands, Þýska­lands, Svíþjóðar, Frakk­lands og Hol­lands gengu í dag á fund Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra,  og af­hentu hon­um bréf þar sem lýst er yfir áhyggj­um vegna áforma um veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefn­um hér við land á þessu ári.

Fram kem­ur á vef sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, að á fund­in­um hafi farið fram gagn­leg­ar og vin­sam­leg­ar viðræður milli sendi­herr­anna og ráðherr­ans.

Í bréfi sendi­herr­anna er lýst mikl­um von­brigðum með þá ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, fyr­ir­renn­ara Stein­gríms, að gefa út veiðikvóta fyr­ir 150 langreyðar og 100 hrefn­ur í lög­sögu Íslands. Er því fagnað, að Stein­grím­ur hafi ákveðið að end­ur­skoða þessa ákvörðun.

Þá segja sendi­herr­arn­ir, að hval­veiðar Íslend­inga nú séu til þess falln­ar, að grafa und­an til­raun­um inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins um að ná sam­komu­lagi um framtíð hval­veiða. 

Bréf sendi­herr­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina