Jóni frjálst að láta reyna á fylgið

Ingibjörg og Jóhanna ásamt Steingrími J. og Katrínu
Ingibjörg og Jóhanna ásamt Steingrími J. og Katrínu mbl.is/Ómar

Kallað er eft­ir ákveðinni nýliðun inn­an allra flokka þessa dag­ana. Telji Jón Bald­vin Hanni­bals­son sig vera þá nýliðun sem Sam­fylk­ing­in þurfi á að halda, þá er hon­um frjálst að bjóða sig fram til for­mann­sembætt­is­ins og láta reyna á fylgi sitt. Þetta var viðhorf þeirra sam­fylk­ing­ar­manna sem Morg­un­blaðið ræddi við í gær. Eins virt­ust menn sam­mála um að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir nyti stuðnings sam­fylk­ing­ar­fólks í for­mann­sembætt­inu.

„Það hef­ur verið mik­ill al­menn­ur stuðning­ur við Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur sem formann inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, þingmaður flokks­ins. Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er sama sinn­is. „Bæði Ingi­björg og Jó­hanna njóta fulls stuðnings í sín­um störf­um,“ seg­ir Lúðvík. „Jó­hanna sem for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björg sem formaður flokks­ins.“

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra er ekki sátt­ur við þau um­mæli Jóns Bald­vins að Ingi­björg eigi að víkja úr for­manns­stóln­um. „Um­mæli Jóns gerðu mig dapr­an,“ seg­ir hann. „Ingi­björg Sól­rún er í veik­inda­fríi og kem­ur heim í næstu viku og ég tel að eng­inn eigi að tala með þeim hætti sem fyrr­ver­andi formaður Alþýðufloks­ins gerði. Þetta er ólíkt þeim Jóni sem ég hef unnið með. Það er al­veg ljóst af minni hálfu að ef Ingi­björg Sól­rún vill gefa kost á sér til að leiða áfram Sam­fylk­ing­una þá mun ég styðja hana af heil­um hug.“

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Jón Baldvin ekki virðast vera málsvari neins sérstaks málstaðar innan Samfylkingarinnar. „Jón Baldvin hefur verið að gefa yfirlýsingar um hitt og þetta undanfarin ár. Hann stendur hins vegar ekki fyrir neitt afl í flokknum, það að ég geti séð.“
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina