Netprófkjör hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi

Á auka­kjör­dæm­isþingi sam­fylk­ing­ar­fólks í Suður­kjör­dæmi, sem haldið var í gær var ákveðið að velja í 5 efstu sæt­in á fram­boðslista flokks­ins í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um með net­próf­kjöri þann 7. mars.  Rétt til þátt­töku í net­próf­kjör­inu hafa all­ir fé­lag­ar í Sam­fylk­ing­unni í Suður­kjör­dæmi auk þeirra kjós­enda Suður­kjör­dæm­is sem sækja sér aðgangslyk­il að próf­kjör­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Jafn­ræði kynj­anna tryggt í efstu sæti fram­boðslist­ans Kjós­end­ur velja 5 nöfn á kjör­seðlin­um og núm­era frá 1–5. Þegar taln­ing at­kvæða ligg­ur fyr­ir skal tryggja jafnt kynja­hlut­fall í 1. og 2. sæti. Næst skal hugað að jafn­rétt­is­reglu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að hvort kyn skuli hafa að lág­marki 40% full­trúa hvað varðar sæti 3-5. Fram­bjóðend­um er óheim­ilt að aug­lýsa í ljósvaka- , prent- og vef­miðlum. Kjör­dæm­is­ráð gef­ur út sam­eig­in­legt kynn­ing­ar­rit og gengst fyr­ir sam­eig­in­leg­um fund­um til kynn­ing­ar á fram­bjóðend­um."

Fram­boðsfrest­ur renn­ur út mánu­dag­inn 23. fe­brú­ar.

mbl.is