Ögmundur í baráttusæti?

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is

Ögmund­ur Jónas­son heil­brigðisráðherra býður sig fram í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvest­ur­kjör­dæmi. „Þetta geri ég eft­ir að ég fékk staðfest að Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir væri reiðubú­in að sækj­ast eft­ir fyrsta sæti á list­an­um. Þá tók ég þessa ákvörðun,“ seg­ir Ögmund­ur.

Í dag eru Vinstri græn­ir með einn þing­mann í Suðvest­ur­kjör­dæmi sem er Ögmund­ur sjálf­ur og gæti annað sæti á list­an­um því vel verið bar­átt­u­sæti.

„Ég er mjög vongóður um að við fáum að minnsta kosti tvo menn kjörna í þessu kjör­dæmi og Guðfríður Lilja er að mín­um dómi sterk­ur kandí­dat og mjög vel að því kom­in að leiða list­ann,“ seg­ir Ögmund­ur og kveðst stolt­ur verði sér treyst til að skipa annað sæti list­ans.

Ákvörðunin sé þó ekki þeirra þar sem end­an­leg niðurröðun á lista fari fram í for­vali.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: