Óska eftir stuðningi borgarinnar

Sverrir Vilhelmsson

Hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in í Reykja­vík, Eld­ing/​Hvala­skoðun Reykja­vík ehf og Hvala­líf ehf , óska eft­ir ein­dreg­inni yf­ir­lýs­ingu um stuðning við fyr­ir­tæk­in frá Reykja­vík­ur­borg. Er þetta gert í ljósi áróðri ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir hval­veiðum og hrefnu­kjötvinnslu á Akra­nesi.

„Í ljósi þess að und­an­farið hafa ná­granna­sveit­ar­fé­lög Reykja­vík­ur haldið uppi gengd­ar­laus­um áróðri fyr­ir hval­veiðum og hrefnu­kjötvinnslu á Akra­nesi og gefið út yf­ir­lýs­ing­ar þar að lút­andi óska hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in í Reykja­vík, Eld­ing/​Hvala­skoðun Reykja­vík ehf og Hvala­líf ehf , eft­ir ein­dreg­inni yf­ir­lýs­ingu um stuðning við fyr­ir­tæk­in.

Hrefn­um hef­ur fækkað mikið frá því að vís­inda­veiðar hóf­ust árið 2003 en þá voru þær tald­ar um 43.633. Sam­kvæmt nýj­ustu taln­ing­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar eru þær ein­ung­is 10.680. Vís­bend­ing­ar eru um að þær séu jafn­vel enn færri, eða nær 6.000. Við sem höf­um unnið í grein­inni síðasta ára­tug höf­um orðið áþreif­an­lega vör við fækk­un dýr­anna í Faxa­flóa.

Vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir sem Eld­ing hef­ur látið vinna síðastliðin tvö ár benda til að ekki séu ýkja mörg dýr sem koma hér við held­ur sé verið að skoða sömu dýr­in ár eft­ir ár. Starfs­fólk áætl­ar að fjöldi hrefna geti verið frá nokkr­um dýr­um upp í hundrað dýr en mis­jafnt er hvar í Faxa­flóa þau halda sig. Við höf­um þurft að þola það að hval­veiðimenn séu á veiðum á sömu slóðum og verið er að fara með ferðamenn í hvala­skoðun. Þannig hafa lof­orð um að veiðarn­ar færu fram á öðrum svæðum ít­rekað verið svik­in. 

Áform um stór­felld­ar veiðar, með út­gefn­um kvóta á 100 hrefn­ur á ári næstu fimm árin, geta haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir gæði hvala­skoðun­ar­ferða. Rekstr­ar­grund­völl­ur okk­ar er þar með í hættu eft­ir ára­langt starf í upp­bygg­ingu í grein­inni, tug­millj­óna króna markaðssetn­ing á hverju ári frá upp­hafi hef­ur þar með verið kastað á glæ.
Í Reykja­vík hef­ur ferðamönn­um í hvala­skoðun fjölgað mikið. Þegar hvala­skoðun hófst árið 1996 fóru nokk­ur hundruð manns í ferðir á Faxa­fló­ann en á síðasta ári var fjöldi farþega í hvala­skoðun frá Reykja­vík kom­inn í um 60.000. Mikl­ar lík­ur eru á enn meiri fjölg­un í ár.

Ef svo ótrú­lega vill til að ráðamenn leyfi hrefnu­veiðar þarf Reykja­vík­ur­borg að standa við bakið á hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­um við Reykja­vík­ur­höfn, að Faxa­fló­inn verði griðland þar sem veiðar verða ekki leyfðar. Ef svo illa fer að verði af hval­veiðum hlýt­ur að vera hægt að veiða á öðrum svæðum en í  Faxa­fló­an­um.  Að stjórn­völd skuli íhuga hval­veiðar í óþökk okk­ar helstu viðskiptalanda er nógu mik­il ógn.  Í ljósi  efna­hags­hruns­ins  í land­inu meg­um við varla við fleiri hryðju­verk­astimpl­um og ekki veit­ir af að standa vörð um þau fyr­ir­tæki í land­inu sem þegar eru að afla gjald­eyristekna og skapa störf," að því er seg­ir í til­kynn­ingu .

mbl.is