Stefnir á eitt af efstu sætunum í Reykjavík

Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen

Sig­ríður Á. And­er­sen héraðsdóms­lögmaður tek­ur þátt í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík í næsta mánuði og mun sækj­ast eft­ir stuðningi flokks­manna í eitt af efstu sæt­um.
 
Sig­ríður er 37 ára Reyk­vík­ing­ur og starfar við lög­mennsku. Hún hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá unga aldri, m.a. setið í miðstjórn flokks­ins og gegnt for­mennsku í einu af sjálf­stæðis­fé­lög­un­um í Reykja­vík.

Sig­ríður skipaði 5. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður við kosn­ing­arn­ar árið 2007. Hún er nú 1. varaþingmaður flokks­ins í kjör­dæm­inu og hef­ur einu sinni tekið sæti á Alþingi, um miðjan októ­ber sl.
 
Eig­inmaður Sig­ríðar er Glúm­ur Jón Björns­son efna­fræðing­ur og eiga þau eina dótt­ur og von á ann­arri á næstu dög­um.

Vef­ur Sig­ríðar Á. And­er­sen

mbl.is