Afar jákvæð tíðindi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/SteinarH

„Þetta verða að telj­ast afar já­kvæð tíðindi og ljóst að með þess­ari ákvörðun mun störf­um hér á Vest­ur­landi fjölga tölu­vert og ekki veit­ir af í þeim hremm­ing­um sem at­vinnu­lífið á við að etja þessa dag­ana,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness um ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um hval­veiðar.

Vil­hjálm­ur seg­ir enn­frem­ur ljóst að sú harða bar­átta sem marg­ir hags­munaaðilar hafa háð að und­an­förnu haf skilað ár­angri.

mbl.is