Endurskoðar umhverfi hvalveiða

Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og forstjóri Hafró voru viðstaddir blaðamannafund Steingríms …
Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og forstjóri Hafró voru viðstaddir blaðamannafund Steingríms í dag. mbl.is/Kristinn

Hval­veiðilög­in frá 1949 verða end­ur­skoðuð í vet­ur og hef­ur verið skipuð til þess þriggja manna nefnd. Þá verður Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni falið að gera til­lög­ur um af­mörkuð hvala­skoðun­ar­svæði, þar sem með öllu verður óheim­ilt að stunda hval­veiðar eða hvalsk­urð. Þetta kom fram í máli Stein­gríms J. Sig­úfs­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á blaðamanna­fundi klukk­an þrjú í dag, þar sem hann til­kynnti að ákvörðun um hval­veiðar á yf­ir­stand­andi ári stæði óhögguð, en ekki væri hægt að gera ráð fyr­ir því að hún standi hvað varðar veiðar næstu fjög­ur árin.

Stein­grím­ur greindi við þetta til­efni frá niður­stöðu lög­fræðiálits frá hæsta­rétt­ar­lög­mann­in­um Ástráði Har­alds­syni um málið. Lögmaður­inn gagn­rýn­ir málsmeðferð fyrr­ver­andi ráðherra, Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, við setn­ingu reglu­gerðar­inn­ar sem heim­il­ar hval­veiðar, og tel­ur laga­grund­völl henn­ar og hval­veiða al­mennt veik­an.

Niðurstaðan er hins veg­ar sú að ís­lenska ríkið sé bundið að megin­ákvörðun­inni sem af setn­ingu reglu­gerðar­inn­ar leiðir, þannig að nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sé ekki fært að fella reglu­gerðina úr gildi eða aft­ur­kalla ákvörðun­ina um hval­veiðar.

Samt geti ráðherra breytt reglu­gerðinni og gert með því ýms­ar efn­is­breyt­ing­ar á þeim regl­um sem um veiðarn­ar gilda. Þetta eigi t.d. við um veiðiheim­ild­ir, veiðitíma og veiðisvæði. Ekki síður til að gæta hags­muna annarra og til að draga sem mest úr ónæði sem hval­veiðar og vinnsla hvals kann að valda öðrum.

Stein­grím­ur seg­ir að stjórn­völd hljóti að fylgj­ast grannt með fram­vindu veiðanna og áskilja sér rétt til að grípa inn í ef breyt­ing­ar verða á for­send­um þeirra. Þá verði grund­völl­ur þeirra end­ur­met­inn og því starfi lokið fyr­ir und­ir­bún­ing vertíðar næsta árs. Þannig eigi að rann­saka þjóðhags­lega þýðingu hval­veiða. Hafn­ar séu viðræður við hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands um að stofn­un­in taki verkið að sér.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið mun einnig afla upp­lýs­inga um að þeir sem hyggj­ast stunda hval­veiðar og vinna hvala­af­urðir hafi fyr­ir­fram öll önn­ur til­skil­in leyfi sem slík starf­semi þarfn­ast.

Ákvörðunin sem Stein­grím­ur kynnti í dag snert­ir veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm árin, sem Ein­ar K. Guðfinns­son, for­veri hans í ráðuneyt­inu, heim­ilaði á síðustu dög­um sín­um embætti, þegar ljóst var að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks myndi fljótt ljúka. Ákvörðunin hef­ur samt sem áður verið und­ir­bú­in um nokk­urra ára skeið, m.a. með veiðum í rann­sókn­ar­skyni.

Til­kynn­ing og skjöl um hval­veiðar

Hvalur dreginn að landi í Hvalfirði.
Hval­ur dreg­inn að landi í Hval­f­irði. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina