Kvalræði sjávarútvegsráðherra

00:00
00:00

Hval­veiðimenn geta ekki gengið að hval­veiðiheim­ild­um vís­um því  all­ar veiðiheim­ild­ir verða tekn­ar til end­ur­skoðunar og gætu heim­ild­ir því breyst á strax á þessu ári. Stór svæði verða friðuð fyr­ir hvala­skoðun, sam­kvæmt ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem staðfesti að öðru leyti nauðugur, vilj­ug­ur reglu­gerð fyr­ir­renn­ara sins um hval­veiðar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, seg­ist ákvörðun sína byggja á vandaðri stjórn­sýslu en hafn­ar því að hafa verið und­ir póli­tísk­um þrýst­ingi vegna hót­ana um van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á rík­is­stjórn­ina ef ákvörðun fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hefði verið felld úr gildi. Strax verður haf­ist handa við end­ur­skoða lög­in sem reglu­gerðin bygg­ir á og því er ekki hægt að ganga út frá því vísu að hægt verði að stunda hval­veiðar næstu árin, enda stefnt að því að leggja fram nýtt frum­varp á yf­ir­stand­andi þingi.

Ráðherr­ann kann fyr­ir­renn­ara sín­um litl­ar þakk­ir fyr­ir send­ing­una og seg­ir að ef það sé eitt­hvað sem fái al­gera fall­ein­kunn í mál­inu sé það stjórn­sýsla Ein­ars K. Guðfinns­son­ar og fram­ganga Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Árni Finns­son formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands býst við alþjóðleg­um mót­mæl­um gegn Íslandi í kjöl­farið. Veiðarn­ar hafi skaðleg áhrif á ímynd lands­ins en nán­ast eng­in eft­ir­spurn sé eft­ir kjöt­inu og ágóðinn því lít­ill. Hann seg­ir sorg­legt að fyrsti vinstri  græni sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann skuli taka þessa ákvörðun. Sé það svo að ráðherr­an­um hafi ekki verið laga­lega stætt á öðru sýni það svo ekki verði um villst hversu siðlaus ákvörðun fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi verið.

 
mbl.is

Bloggað um frétt­ina