Lýsir yfir miklum vonbrigðum

Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra.
Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­kvæmda­stjóri Eld­ing­ar, sem býður upp á hvala­skoðun­ar­ferðir frá Reykja­vík­ur­höfn, seg­ir að ákvörðun Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um að leyfa hval­veiðar vera mik­il von­brigði. „Við erum far­in að finna fyr­ir þessu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, þegar hún var innt eft­ir viðbrögðum.

„Alþjóðasam­fé­lagið mun ör­ugg­lega sýna okk­ur hörð viðbrögð,“ seg­ir Rann­veig í sam­tali við mbl.is.

Hún bæt­ir við að þegar sé búið að af­bóka ferðir og „ein­hverj­ar ferðaskrif­stof­ur hafa sagst ætla að taka okk­ur út ef þetta yrði lend­ing­in.“

mbl.is