„Þungu fargi af okkur létt“

mbl.is/ÞÖK

„Ég er í skýj­un­um. Þetta er búin að vera leiðinda­bið,“ sagði Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf., þegar ákvörðun Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um hval­veiðar lá fyr­ir.

Stein­grím­ur til­kynnti að ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, for­vera síns, standi óbreytt fyr­ir yf­ir­stand­andi ár. Sam­kvæmt því verður leyft að veiða 100 hrefn­ur og 150 langreyðar.

Gunn­ar Berg­mann seg­ir að hval­veiðimenn hafi verið bún­ir und­ir hvað sem er, yf­ir­lýs­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og for­sæt­is­ráðherra hafi verið á þann veg, fyrstu daga þeirra í embætti.

„En nú er þungu fargi af okk­ur létt. Nú setj­um við allt á fullt þannig að við get­um hafið veiðar í maí. Það þarf að ganga frá báta­mál­um, vopna­kaup­um frá Nor­egi, þ.e. kaup­um á sprengj­um og skutl­um og síðast en ekki síst þarf að ganga frá hús­næðismál­um á Akra­nesi,“ sagði Gunn­ar Berg­mann.

mbl.is