Ari gefur kost á sér hjá VG

Ari Matthíasson
Ari Matthíasson

Ari Matth­ías­son leik­ari og áður fram­kvæmda­stjóri hjá SÁÁ gef­ur kost á sér í 2. sæti á lista VG í Reykja­vík.  Ari er lærður leik­ari frá Leik­list­ar­skóla Íslands, með  meist­ara­gráðu í stjórn­un og viðskipt­um frá Há­skól­an­um í Reykja­vík, er með skips­stjórn­ar­rétt­indi og er í meist­ara­námi í hag­fræði í Há­skóla Íslands.

„Ég hef starfað sem tog­ara­sjó­maður, leikið, leik­stýrt og fram­leitt, starfað við markaðsstörf og ráðgjöf og verið stjórn­andi í heil­brigðis­stofn­un. Ég tel að þessi fjöl­breytta mennt­un og starfs­reynsla muni nýt­ast vel í því mik­il­væga upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er á Íslandi.

Mik­il­væg­ustu verk­efni okk­ar Íslend­inga á næst­unni snúa að því að slá skjald­borg um vel­ferðar­kerfið og að tryggja fjár­hags­legt ör­yggi heim­il­anna. Það verður ein­ung­is gert með aukn­um jöfnuði og fé­lags­hyggju. Á tím­um sam­drátt­ar og niður­skurðar er hætt við því að hinir at­vinnu­lausu og þeir sem standa á ein­hvern hátt höll­um fæti þurfi á öfl­ug­um mál­svara að halda. Ég býð mig fram til þess.

Mun­um að kaup­mátt­ur og lífs­kjör á Íslandi voru um síðustu alda­mót með því besta sem ger­ist í heim­in­um og eng­in ástæða er til að ef­ast um að svo geti orðið að nýju. Til þess þarf að lág­marka tjón okk­ar af óreiðumönn­un­um og koma illa fengn­um auði aft­ur inn í vel­ferðar­kerfið.

Ég hef gengt trúnaðar­störf­um í íþrótta­hreyf­ing­unni og stétt­ar­fé­lagi leik­ara og verið í for­ystu­sveit áhuga­fólks um áfeng­is- og vímu­efna­vand­ann.  Ég er gift­ur Gígju Tryggva­dótt­ur tann­fræðingi og við eig­um þrjú börn á aldr­in­um 10-21 árs," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Ara.

 

mbl.is