Ingunn tekur þátt í forvali VG

Ingunn Snædal
Ingunn Snædal

Ing­unn Snæ­dal býður sig fram í 4.-5. sæti í for­vali Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í Norðaust­ur­kjör­dæmi sem fram fer 28. fe­brú­ar nk.

Ing­unn er ljóðskáld  og grunn­skóla­kenn­ari við Brú­ar­ás­skóla í Jök­uls­ár­hlíð á Fljóts­dals­héraði. Hún hef­ur reynslu af marg­vís­leg­um störf­um, m.a. sveita­störf­um, fisk­vinnslu, próf­arka­lestri og þýðing­um, auk þess að hafa sinnt ýms­um þjón­ustu- og umönn­un­ar­störf­um.

Ing­unn er með B.ed. próf frá Kenn­ara­há­skóla Íslands og er kom­in vel á veg með meist­ara­nám í ís­lensk­um fræðum við Há­skóla Íslands. Hún hef­ur setið í stjórn Banda­lags ís­lenskra sér­skóla­nema, starfað með leik­fé­lög­um og sett upp leik­sýn­ing­ar í þeim grunn­skól­um sem hún hef­ur starfað við góðar und­ir­tekt­ir.

Ing­unn er gift Ey­dísi Her­manns­dótt­ur og á eina níu ára dótt­ur.

mbl.is