„Kosninganóttin“ gæti orðið löng og ströng

Kjörkassar í Ráðhúsinu
Kjörkassar í Ráðhúsinu Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hætt er við að kosn­ing­a­nótt­in gæti teygst á lang­inn ef frum­varpið um per­sónu­kjör nær fram að ganga. Und­ir það tek­ur Þór­unn Guðmunds­dótt­ir, sem var formaður yfi­kjör­stjórn­ar Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, en hef­ur nú látið af því embætti.

„Þegar ég heyrði um frum­varpið hugsaði ég með mér, guði sé lof að ég er hætt í þessu,“ seg­ir Þór­unn. Hún seg­ist ótt­ast að taln­ing at­kvæða muni drag­ast von úr viti. Hún seg­ist hafa unnið í kjör­stjórn í nokkr­um próf­kjör­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, þar sem fram­bjóðend­um hef­ur verið raðað eins og mein­ing­in er að gera í alþing­is­kosn­ing­un­um. Þar hafa þurft að hand­telja hvern ein­asta kjör­seðil og það hafi verið mjög tíma­frekt. Þetta hafi verið óhemju mik­il vinna.

Því sé ljóst að taln­ing í alþing­is­kosn­ing­un­um verði að óbreyttu mjög tíma­frek og alls óvíst hvenær úr­slit liggi fyr­ir. Það myndi vissu­lega flýta fyr­ir ef tek­in yrði upp ra­f­ræn kosn­ing en það hef­ur ekki verið heim­ilt hingað til. Þá sé hætta á því að vafa­at­kvæði verði óvenju mörg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina