Logi Már vill 3. sæti í NA

Logi Már Einarsson
Logi Már Einarsson mbl.is

Logi Már Ein­ars­son arki­tekt hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sætið í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar  í Norðaust­ur­kjör­dæmi. „Ég er 44 ára arki­tekt, bú­sett­ur á Ak­ur­eyri, kvænt­ur Arn­björgu Sig­urðardótt­ur, lög­manni.  Ég á tvö börn;  Úlf 11 ára og Hrefnu 4 ára. Ég rek ásamt öðrum  arki­tekta­stof­una Koll­gátu og hef mikla reynslu á  sviði mann­virkja­gerðar og skipu­lags­mála,“ seg­ir Logi Már í til­kynn­ingu.

„Þörf er á siðbót í stjórn­mál­um.  Virðingu Alþing­is þarf að end­ur­reisa með vönduðum vinnu­brögðum, ekki snot­urri um­gjörð. Ég vil auðmjúka stjórn­mála­menn sem  týna sér ekki í smá­atriðum held­ur ein­beita sér að heild­ar­mynd­inni. Gleyma sér ekki ein­göngu í verk­efn­um dags­ins held­ur hafa kjark og þor til að horfa til framtíðar.  Viður­kenni tak­mörk sín og séu dug­leg­ir við að leita til sér­fræðinga. Alþing­is­menn  verða að bregðast við kröf­um al­menn­ings um  beinni þátt­töku og opn­ari umræðu. Alþingi á að end­ur­spegla þarf­ir og ósk­ir fólks­ins.  Þess vegna þurf­um við  meiri fjöl­breyttni á þing;  kon­ur og karla á öll­um aldri, með ólík­an bak­grunn.  En um­fram allt hug­mynda­ríkt fólk, með sjálf­stæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokks­ræðinu. Vandi fyr­ir­tækj­anna er vandi heim­il­anna og rekst­ar­um­hverfi þeirra verður að tryggja.  Vanda­mál­in verða ekki ein­göngu leyst með skamm­tíma­lausn­um, þó þær séu bráðnauðsyn­leg­ar.  Við verðum að tryggja stöðugra efna­hags­um­hverfi,   svo fyr­ir­tæki og heim­ili geti gert áætlan­ir til lengri tíma.  Upp­taka evru er nauðsyn­leg­ur liður í því.  Við eig­um að ganga til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið strax  og bera síðan þann samn­ing und­ir þjóðina. Ég býð mig því fram í þriðja sæti list­ans en hvet kjós­end­ur jafn­framt til þess að velja konu í annað af tveim­ur efstu sæt­un­um,“ seg­ir Logi Már enn­frem­ur.

mbl.is