Lúðvík gefur ekki kost á sér

Lúðvík Bergvinsson
Lúðvík Bergvinsson mbl.is

Lúðvík Berg­vins­son formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ákveðið að gefa ekki kost á sér við næstu alþing­is­kosn­ing­ar. Hann hef­ur setið á þingi frá 1995.

Lúðvík seg­ir í til­kynn­ingu: „ Ég ákvað fyr­ir nokkru að leita ekki eft­ir end­ur­kjöri í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um, en á Alþingi hef ég átt sæti frá ár­inu 1995. Fjór­tán ár er lang­ur tími á sama vinnustað.

Þau miklu straum­hvörf sem orðið hafa í ís­lensku sam­fé­lagi und­an­farna mánuði, gera þá sjálf­sögðu og eðli­legu kröfu að breyt­ing­ar verði á skip­an Alþing­is, enda er þátt­ur stjórn­valda mik­ill þegar kem­ur að ábyrgð á því að fjár­mála­kerfi lands­ins hrundi.

Ég þakka öll­um fyr­ir þann stuðning og traust sem ég hef notið þann tíma sem ég hef átt sæti á Alþingi. Það eru mik­il for­rétt­indi og lær­dóm­ur hverj­um þeim sem fær að starfa á Alþingi í umboði al­menn­ings. Fyr­ir það vil ég sér­stak­lega þakka.“

mbl.is