Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal mbl.is

Dr. Pét­ur H. Blön­dal, alþing­ismaður, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Hann sæk­ist eft­ir 2. sæti í próf­kjör­inu.

Pét­ur stundaði nám í raun­vís­ind­um við Köln­ar­há­skóla þaðan sem hann lauk doktors­prófi í lík­inda- og trygg­ing­ar­stærðfræði árið 1973. Pét­ur hef­ur kennt bæði við há­skóla og fram­halds­skóla og hann rak Líf­eyr­is­sjóð versl­un­ar­manna í 7 ár. Þá var hann einn af stofn­end­um Kaupþings og rak það í 7 ár.

Pét­ur var fyrst kjör­inn til Alþing­is árið 1995 og var formaður efna­hags- og skatta­nefnd­ar frá 2003 til 2009 auk þess að vera sér­leg­ur full­trúi for­seta hins alþjóðlega ÖSE þings í fjár­mál­um.

Í til­kynn­ingu seg­ir: „Sem þingmaður hef­ur Pét­ur m.a. flutt frum­vörp um flat­an tekju­skatt, af­nám sjó­manna­afslátt­ar, dreif­ingu kvót­ans á alla þegna lands­ins og af­skrift hans á löng­um tíma hjá út­gerðinni og frum­vörp um að þing­menn hafi sömu líf­eyr­is­rétt­indi og al­menn­ing­ur í land­inu. Hann hef­ur unnið að því að stór­auka end­ur­hæf­ingu ör­yrkja og líta frek­ar á getu þeirra en van­getu. Þá hef­ur hann unnið að nýju kerfi greiðsluþátt­töku í heil­brigðis­kerf­inu sem kem­ur í veg fyr­ir há út­gjöld lang­veikra sem eru i nú­ver­andi kerfi. Pét­ur hef­ur beitt sér fyr­ir auknu gegn­sæi í ís­lensku viðskipta­lífi á und­an­förn­um árum og hef­ur verið öfl­ug­ur and­stæðing­ur rík­is­ábyrgða og útþenslu rík­is­ins. Hann varaði ít­rekað við ýms­um hættu­merkj­um í at­vinnu­líf­inu m.a. hætt­unni af jökla­bréf­um, vanda­mál­um sem mynd­ast vegna krosseigna­tengsla fyr­ir­tækja og að áhættugleði út­rás­ar­inn­ar myndi leiða af sér skell.“

Þau mál­efni sem Pét­ur set­ur nú á odd­inn eru:

1. Fjár­hags­legt sjálf­stæði þjóðar­inn­ar - „Ég vil nota krafta mína, þekk­ingu og reynslu til að koma í veg fyr­ir að Ices­a­ve málið og jökla­bréf­in steypi þjóðinni í ára­tuga fá­tækt. Það gagn­ast eng­um, síst af öllu þeim sem gera til okk­ar óbil­gjarn­ar kröf­ur. Ég er á móti skatta­hækk­un­um og tel að gæta verði þess að hér verði áfram öfl­ugt vel­ferðakerfi. Nauðsyn­leg­um sparnaði í rík­is­út­gjöld­um á fyrst og fremst að ná með auk­inni skil­virkni en ekki með minni aðstoð við þá sem helst þurfa á henni að halda.“

2. End­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins og upp­gjör við fortíðina Pét­ur. - „Ég ætla ekki síður að nýta reynslu mína af fjár­mál­um og þekk­ingu á banka­starf­semi til þess að setja bank­ana aft­ur í gang og þar með at­vinnu­lífið allt og koma þannig í veg fyr­ir það mikla at­vinnu­leysi sem við búum við. At­vinnu­leysi er eitt mesta böl sem ein­stak­ling­ar, fjöl­skyld­ur og sam­fé­lög lenda í. Mjög mik­il­vægt er að upp­lýst verði um mögu­leg lög­brot í efna­hags­kerf­inu í aðdrag­anda hruns­ins og refsað fyr­ir þau. Ég mun nýta reynslu mína og þekk­ingu á störf­um Alþing­is í viðskipta- og skatta­mál­um til að bæta lög og regl­ur og fram­kvæmd þeirra að feng­inni reynslu af því sem fór úr­skeiðis t.d. með því að skerpa á regl­um um fram­virka samn­inga og auka gegn­sæi og bæta siðferði í starf­semi hluta­fé­laga.“

3. Þrískipt­ing valds­ins með sterk­ara Alþingi - „Ég tel mjög brýnt og ég mun ein­beita mér að því að Alþingi verði sterk­ara gagn­vart rík­is­stjórn t.d. með því að þing­nefnd­ir semji eða láti semja öll lög sem Alþingi af­greiðir. Ég mun benda á og vinna gegn flokks­ræði. Einnig þarf að skoða hvort ráðherr­ar eigi að af­sali sér þing­mennsku tíma­bundið og að þing­mönn­um verði jafn­framt fækkað í 51. Ég vil stuðla að end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni með þessi og mörg fleiri mark­mið í huga."

mbl.is