Sigmundur Davíð býður sig fram í Reykjavík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Kristinn Ingvarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur
ákveðið að bjóða sig fram í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í alþing­is­kosn­ing­un­um 25. apríl.


„Fólk úr grasrót flokks­ins á lands­byggðinni sem stóð að fram­boði mínu til for­manns lagði áherslu á að ég byði mig fram í lands­byggðar­kjör­dæmi. Í ljósi þess og vegna þeirru miklu hvatn­ing­ar sem ég fékk úr tveim­ur lands­byggðar­kjör­dæm­um, auk mik­ils áhuga á ótelj­andi kost­um lands­byggðar­inn­ar, hug­leiddi ég að bjóða mig fram utan Reykja­vík­ur,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Sig­mundi Davíð. „Að vand­lega íhuguðu máli hef ég kom­ist að þeirri niður­stöðu að kraft­ar mín­ir nýt­ist best fari ég fram í Reykja­vík að þessu sinni. Í Reykja­vík er nú hafið mikið end­ur­nýj­un­ar og upp­bygg­ing­ar­starf Nýju fram­sókn­ar,“ seg­ir formaður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina