Stefnir á efstu sætin hjá Samfylkingunni

Jónína Rós Guðmundsdóttir,
Jónína Rós Guðmundsdóttir,

Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, fram­hals­skóla­kenn­ari og formaður bæj­ar­ráðs Fljóts­dals­héraðs, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 1. – 2. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar.

Jón­ína Rós er fimm­tug, þriggja barna móðir og býr á Eg­ils­stöðum með tveim­ur yngri börn­um sín­um þeim Guðmundi Þor­steini, 21 árs og Berg­lindi Rós, 14 ára.  Elsta dótt­ir­in Guðbjörg Anna, 24 ára, legg­ur stund á lög­fræði við HR. Guðbjörg Anna á þriggja ára dótt­ur, Kar­en Rós.

Jón­ína Rós er fædd og upp­al­in í Hafnar­f­irði, lauk kenn­ara­námi við KHÍ vorið 1982 og flutti þá um haustið á Hall­ormsstað og  hóf kennslu við Hall­ormsstaðaskóla. Þar starfaði hún til árs­ins 2001 er hún flutti til Eg­ilsstaða og hef­ur síðan kennt síðan við Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum. 

Jón­ína Rós hef­ur lokið BA prófi í sér­kennslu­fræðum og er nú í masters­námi í þeirri grein.

Hún sit­ur í bæj­ar­stjórn Fljóts­dals­héraðs og hef­ur gegnt for­mennsku í Skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd og verið formaður bæj­ar­ráðs frá ára­mót­um 2007.  Áður hafði hún setið í fræðslu­nefnd og er nú stjórn­ar­formaður Vís­indag­arðsins á Eg­ils­stöðum og ný­sköp­un­ar­sjóðsins Fjár­afls sem styrk­ir ný­sköp­un­ar­starf í dreif­býli Fljóts­dals­héraðs, auk þess er hún formaður Svæðisráðs um mál­efni fatlaðra á Aust­ur­landi, sit­ur í Um­ferðarráði og Sam­göngu­nefnd sam­bands sveita­fé­laga á Aust­ur­landi.

Jón­ína Rós á sæti í flokk­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og í vara­stjórn kjör­dæm­is­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

mbl.is