Gefur kost á sér í forvali VG

Þor­vald­ur Þor­valds­son tré­smiður og bygg­ingaiðnfræðing­ur gef­ur kost á sér í for­val Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í Reykja­vík.
 
Þor­vald­ur er 51 árs og hef­ur starfað við tré­smíði og bygg­inga­fram­kvæmd­ir lengst af sín­um starfs­ferli utan skóla­göngu og eins árs við kennslu í Hrís­ey.
 
Þor­vald­ur hef­ur stundað söngnám í hjá­verk­um um ára­bil og syng­ur við ýmis tæki­færi. Hann hef­ur tekið þátt í marg­vís­legu fé­lags­stafi og stjórn­málastafi í 35 ár. Hann er stofn­fé­lagi í VG og stóð ný­verið að stofn­un Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og sit­ur í stjórn þeirra, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
 
Hann legg­ur áherslu á fé­lags­leg­ar lausn­ir til að þjóðin geti unnið sig út úr krepp­unni. Hann berst fyr­ir leiðrétt­ingu hús­næðislána al­menn­ings með al­menn­um aðgerðum til sam­ræm­is við breytt­ar ytri aðstæður til að koma í veg fyr­ir fjölda­gjaldþrot og sam­fé­lags­hrun á Íslandi.

mbl.is