Sigurður Kári stefnir á 2.-3. sætið

Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson Valdís Þórðardóttir

Sig­urður Kári Kristjáns­son, alþing­ismaður, hef­ur ákveðið að bjóða sig fram í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem haldið verður dag­ana 13. og 14. mars næst­kom­andi vegna kom­andi Alþing­is­kosn­inga.  Sig­urður Kári sæk­ist eft­ir for­ust­u­sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og ósk­ar eft­ir stuðningi í 2.-3. sæti í próf­kjör­inu.


Sig­urður Kári Kristjáns­son er fædd­ur 9. maí 1973. Hann er lög­fræðing­ur að mennt og út­skrifaðist frá laga­deild Há­skóla Íslands árið 1998.  Hann stundaði jafn­framt nám í lög­fræði, einkum Evr­ópu­rétti, við Kaþólska há­skól­ann í Leu­ven í Belg­íu vet­ur­inn 1997.  Frá út­skrift starfaði Sig­urður Kári sem lögmaður á lög­manns­stof­unni Lex þar til hann tók sæti á Alþingi auk þess sem hann var stunda­kenn­ari við Iðnskól­ann í Reykja­vík 2001-2002.  Sig­urður Kári aflaði sér mál­flutn­ings­rétt­inda fyr­ir héraðsdómi árið 1999.

Sig­urður Kári var kjör­inn á Alþingi sem þingmaður Reyk­vík­inga árið 2003.  Sig­urður Kári hef­ur átt sæti í mennta­mála­nefnd Alþing­is frá ár­inu 2003 og verið formaður mennta­mála­nefnd­ar frá 2005-2009.  Þá hef­ur Sig­urður Kári átt sæti í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is frá 2003.  Jafn­framt sat Sig­urður Kári í iðnaðar­nefnd Alþing­is á tíma­bil­inu 2003-2007 og átti sæti í sér­nefnd Alþing­is um stjórn­ar­skrár­mál 2004-2007 og frá ár­inu 2009.

Eig­in­kona Sig­urðar Kára er Birna Braga­dótt­ir, BA í fé­lags­fræði, verk­efna­stjóri hjá Icelanda­ir og MBA-nemi við Há­skól­ann í Reykja­vík. Fóst­ur­börn hans eru tvö, Sindri 13 ára og Salka 5 ára.
Sig­urður Kári er hvorki hlut­hafi í né sit­ur í stjórn­um fyr­ir­tækja, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Vef­ur Sig­urðar Kára

mbl.is