Fréttaskýring: Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar

mbl.is/Ómar

Þetta er mjög forn­fá­leg lög­gjöf frá ár­inu 1949 og alls ekki í sam­ræmi við þær kröf­ur sem við ger­um í dag til lög­gjaf­ar af þess­um toga. Hvað sem okk­ur ann­ars finnst um hval­veiðar. Ef menn vilja á annað borð stunda hval­veiðar á Íslandi þá þarf að vera ein­hvers kon­ar heil­steypt lög­gjöf um þau mál,“ seg­ir Ástráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem kannaði laga­leg­an grund­völl hval­veiðilög­gjaf­ar­inn­ar að beiðni Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Til­efnið var að Ein­ar K. Guðfinns­son, for­veri Stein­gríms í embætti, heim­ilaði veiðar á hrefnu og langreyði á síðustu dög­um sín­um í embætti og er Ástráður ekki í nokkr­um vafa um að lok­inni skoðun sinni á lög­un­um að skil­greina þurfi bet­ur ýmis ákvæði um veiðarn­ar.

„Slík lög­gjöf þarf að upp­fylla þau skil­yrði sem við setj­um um nú­tíma­lega lög­gjöf sem fjall­ar um nýt­ingu á auðlind­um sjáv­ar, hverj­ir eigi rétt til nýt­ing­ar, sam­an­ber það sem við höf­um í fisk­veiðistjórn­un­ar­lög­un­um, hvernig eigi að út­hluta veiðiheim­ild­un­um og hvað eigi að miða við í þess­ari út­hlut­un. Þarna er það í besta falli mjög óljóst hvernig staðið skuli að þessu. Síðan er öll stjórn­sýsla hval­veiða mjög forn­fá­leg. Hlut­verk Fiski­stofu er ekki skil­greint hvað þetta varðar og ekk­ert sagt um til hversu langs tíma leyf­in eigi að gilda.“

Sama gild­ir um holl­ustu­kröf­ur

Ástráður segir það sama gilda um kröfur til hvalkjötsvinnslu sem séu mjög illa skilgreindar í lögunum.

Nú­gild­andi reglu­gerð um vinnslu og um­búnað á hval­kjöti sé frá ár­inu 1949 og upp­fylli ekki nú­tíma­kröf­ur með til­liti til þess að stuðla að ráðstöf­un­um til að tryggja gæði, holl­ustu og ör­yggi mat­væla.

Að mati Ástráðs þarf að svara nokkr­um spurn­ing­um, svo sem hvort taka eigi veiðigjald, hversu hátt það eigi að vera eða við hvað skuli miðað í því efni. Allt séu þetta atriði sem skorti á í lög­un­um. „Síðan eru öll nán­ari stjórn­tæki Fiski­stofu eða ráðherr­ans, eða þess aðila sem á að hafa þá stjórn­un með hönd­um, sem og sjálft skipu­lag og fyr­ir­komu­lag veiðanna, illa skil­greind og óljós.“

Hann seg­ir sitt mat það að eðli­leg­ast væri að út­gáfa veiðileyfa til hval­veiða væri í hönd­um Fiski­stofu.

„Af hverju ætt­um við að taka hval­veiðarn­ar sér­stak­lega út úr í þessu sam­hengi,“ spyr Ástráður.

Brýnt sé að sett verði ný lög um veiðarn­ar ef vilji lög­gjaf­ans standi til þess að festa hval­veiðar var­an­lega í sessi sem at­vinnu­grein á Íslandi.

Gagn­rýn­ir vinnu­brögðin

Ástráður gagnrýnir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við reglugerðarbreytingarnar 27. janúar, þegar tímabundnar hvalveiðar voru leyfðar. Engin minnisblöð hafi verið unnin um málið né lögð fram skrifleg undirbúningsgögn af ráðuneytinu.

„Þetta hlýt­ur að telj­ast afar óvenju­legt og ber ekki vott um vandaða stjórn­sýslu,“ skrif­ar Ástráður, sem tel­ur út­gáfu veiðiheim­ilda án aug­lýs­ing­ar, þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir umboðsmanns Alþing­is, ekki stand­ast „grund­vall­ar­sjón­ar­mið um jafn­ræði og hlut­læga stjórn­sýslu“.

Innt­ur eft­ir því hversu mikla vinnu það muni útheimta að breyta lög­un­um seg­ir Ástráður að það þurfi að skrifa frum­varp að nýj­um lög­um, sem þurfi ekki að vera tíma­frekt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina