Valgerður vill eitt af fjórum efstu

Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir mbl.is

Val­gerður Bjarna­dótt­ir, sem tek­ur þátt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor, biður um stuðning í eitt af fjór­um efstu sæt­un­um. 

„Boðað er til kosn­inga þegar kjör­tíma­bilið er hálfnað vegna þess að efna­hags­kerfið hef­ur hrunið af manna­völd­um. Kallað er eft­ir breyt­ing­um á stjórn­skip­un­inni og þá um leið starfsaðferðum í stjórn­mál­um. Þau sem bjóða sig fram und­ir merkj­um jafnaðar­stefn­unn­ar leggja sjálf­krafa höfuðáherslu á vel­ferðar­kerfið og mann­sæm­andi ör­ygg­is­net. – Við erum öll á vel­ferðar­vakt­inni,“ seg­ir Val­gerður í yf­ir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í dag.

Þar seg­ir enn­frem­ur: „Mörg mál eru brýn. Það þarf að varða leiðina upp úr skulda­fen­inu og tryggja efna­hags­lega af­komu þjóðar­inn­ar í framtíðinni. Verðtrygg­ing­una þarf að aðlaga hags­mun­um fólks en ekki fjár­mála­stofn­ana eins og raun­in er og við þurf­um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Allt þetta skipt­ir miklu máli.“

Val­gerður seg­ir að það sem núna skipt­ir mestu máli sé þó að boða til stjórn­lagaþings „til þess að þjóðin geti sett sér nýja stjórn­ar­skrá. Ég hef lengi verið þeirr­ar skoðunar breyta þurfi stjórn­skip­un­inni. Það þarf að skilja á milli lög­gjaf­ar­valds­ins og fram­kvæmda­valds­ins og af­nema með þeim hætti ráðherr­aræðið sem rík­ir hér á landi.“

Val­gerður rifjar upp að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá var helsta áherslu­mál Banda­lags jafnaðarmanna sem hún starfaði með á ár­un­um 1983 til 1985. „Það er sorg­legt að efna­hags­kerfið þyrfti að hrynja til þess að þetta mik­il­væga mál kæm­ist á dag­skrá stjórn­mála­manna. Margt bend­ir til að nú fari sem oft áður að stjórn­mála­menn heiti því að beita sér fyr­ir þjóðþurft­ar­mál­um fyr­ir kosn­ing­ar en gleymi þeim eft­ir kosn­ing­ar. Kom­ist ég á þing mun ég halda þessu máli á lofti þangað til það verður að raun­veru­leika. Ég mun beita mér í því máli á sama hátt og ég hef beitt mér fyr­ir af­námi sér­stakra eft­ir­launa­kjara þing­manna og ráðherra. Þau sem bjóða sig fram til þings eða sveit­ar­stjórna eiga að gera það með því hug­ar­fari að þau bjóði kjós­end­um þjón­ustu sína. Þing­menn eiga að setja lög með þjóðina í fyrsta sæti en ekki stjórn­mála­flokka. Rík­is­stjórn ber ábyrgð á æðstu stjórn lands­ins, verk­efnið á að nálg­ast af þeirri auðmýkt sem ábyrgðinni fylg­ir, en ekki sig­ur­gleði yfir að vera við völd.“

Val­gerður er sviðsstjóri á inn­kaupa- og vöru­stjórn­un­ar­sviði Land­spít­ala. „Í fimmtán ár bjó ég starfaði í Brus­sel m.a. á aðalskrif­stofu EFTA. Þar áður var ég hjá Flug­leiðum m.a. for­stöðumaður hag­deild­ar fyr­ir­tæk­is­ins. Ég lauk meist­ara­prófi í heilsu­hag­fræði frá Há­skóla Íslands haustið 2006 og kandí­dats­prófi frá viðskipta­deild – þjóðhagskjarna frá sama skóla árið 1975. Ég er gift og til sam­ans eig­um við hjón­in sex börn og 10 barna­börn,“ seg­ir Val­gerður.

mbl.is