Skynsamlegt að bíða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, tel­ur að óskyn­sam­legt hefði verið að af­greiða frum­varpið um Seðlabanka Íslands úr viðskipta­nefnd Alþing­is án þess að skoða inni­hald skýrslu sem unn­in er fyr­ir fram­kvæmda­stjórn ESB um reglu­verk á fjár­mála­mörkuðum. Hann seg­ir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Fram­sókn­ar, sam­mála áliti sínu.

„Þetta er skýrsla sem fjall­ar akkúrat um það sem við erum að gera í þessu máli. Sum­ir hafa sagt að um tíma­móta­skýrslu sé að ræða og ég tel að það hefði verið mjög óskyn­sam­legt að bíða ekki þenn­an stutta tíma,“ seg­ir Hösk­uld­ur en skýrsl­an verður birt á miðviku­dag. Hann seg­ir að fram­haldið verði metið í kjöl­far birt­ing­ar henn­ar.

At­hygli vakti að Birk­ir Jón Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, var ekki sam­mála Hösk­uldi í mál­inu. Það seg­ir Hösk­uld­ur þó ekki óeðli­legt. „Það er full­kom­lega eðli­legt. Við erum bundn­ir af sann­fær­ingu okk­ar og eig­um að greiða at­kvæði þannig. En við höf­um ann­ars verið mjög sam­stiga í þessu máli.“

Álf­heiður Inga­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins að hún myndi reyna koma á öðrum fundi í dag. Hösk­uld­ur kann­ast ekki við að boðað hafi verið til hans. Ef svo verður mun Hösk­uld­ur ekki breyta at­kvæði sínu. „Ég ræddi þetta m.a við for­mann­inn og hann mat þetta skyn­sam­legt.“


Höskuldur Þórhallsson.
Hösk­uld­ur Þór­halls­son. Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina