Þingfundi frestað

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þing­fundi, sem átti að hefjast klukk­an 15 á Alþingi, var frestað til klukk­an 16:30 að ósk þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna tveggja, VG og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Er ástæðan óvissa um frum­varp um Seðlabank­ann, sem ekki var af­greitt úr viðskipta­nefnd í morg­un fyr­ir þriðju umræðu eins og til stóð. Þriðja og síðasta umræða um frum­varpið átti að fara fram á Alþingi í dag. 

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, ann­ar tveggja þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins í viðskipta­nefnd, greiddi at­kvæði á fundi nefnd­ar­inn­ar með til­lögu Sjálf­stæðis­flokks um að frum­varpið yrði ekki af­greitt úr nefnd­inni fyrr en til­lög­ur nefnd­ar fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um reglu­verk á fjár­mála­mörkuðum verða birt­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is ákváðu stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir að fara fram á að þing­fundi yrði frestað og á meðan yrði leitað frek­ari skýr­inga hjá fram­sókn­ar­mönn­um á af­stöðu þeirra til Seðlabankafrum­varps­ins. Frest­un þing­fund­ar­ins kom hins veg­ar þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar á óvart.

Hösk­uld­ur sagði við mbl.is í dag, að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, væri sam­mála því áliti sínu, að óskyn­sam­legt hefði verið að af­greiða frum­varpið um Seðlabanka Íslands úr viðskipta­nefnd án þess að skoða inni­hald skýrsl­unn­ar

„Þetta er skýrsla sem fjallar akkúrat um það sem við erum að gera í þessu máli. Sumir hafa sagt að um tímamótaskýrslu sé að ræða og ég tel að það hefði verið mjög óskynsamlegt að bíða ekki þennan stutta tíma,“ sagði  Höskuldur en skýrslan verður birt á miðvikudag. Höskuldur segir að framhaldið verði metið í kjölfar birtingar hennar.
mbl.is