Vilja fresta seðlabankaumræðu

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Samþykkt var á fundi viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í dag, að óska eft­ir því að þriðju umræðu um seðlabankafrum­varpið verði frestað þar til nefnd á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur lagt fram til­lög­ur um breyt­ing­ar á stjórn­sýslu eft­ir­lits­stofn­ana á fjár­mála­markaði. Til stóð að þriðja umræða færi fram í dag.

Nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur fram til­lög­ur sín­ar á miðviku­dag. Sjálf­stæðis­menn í viðskipta­nefnd lögðu á fundi henn­ar í dag til að fresta lokaum­ræðu um frum­varpið þar til til­lög­ur ESB-nefnd­ar­inn­ar liggja fyr­ir. Hösk­uld­ur Þór­halls­son, ann­ar þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins í viðskipta­nefnd, greiddi at­kvæði með til­lög­unni en hinn, Birk­ir Jón Jóns­son, greiddi at­kvæði gegn henni eins og þing­menn VG og Sam­fylk­ing­ar.

Að sögn Birg­is Ármanns­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom sér­fræðing­ur fjár­fest­ing­ar­bank­ans JP Morg­an í Lund­ún­um á fund viðskipta­nefnd­ar í morg­un og upp­lýsti hann, að nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins myndi kynna niður­stöður sín­ar á miðviku­dag. Í ljósi þess að breyt­ing­ar á lög­um  um seðlabanka eru mjög í for­grunni starfs þess­ar­ar nefnd­ar hefðu sjálf­stæðis­menn lagt til að loka­af­greiðslu seðlabankafrum­varps­ins yrði frestað svo hægt væri að meta að hvaða leyti nýju til­lög­urn­ar hefðu áhrif á ís­lenska seðlabank­ans.

Önnur umræða um seðlabankafrum­varpið fór fram á Alþingi á föstu­dag en frum­varp­inu var vísað til viðskipta­nefnd­ar á ný að ósk sjálf­stæðismanna. Birg­ir sagði, að ástæða þess væri sú, að þeim þætti málið ekki nægi­lega þroskað og og nálg­un­in í frum­varp­inu væru of þröng og snér­ist einkum um skipu­rit bank­ans. Eðli­legt sé að skoða hvaða breyt­ing­ar þurfi að gera á lagaum­hverfi Seðlabank­ans í víðara sam­hengi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina