Stjórn félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og styður Höskuld Þórhallsson vegna seðlabankafrumvarpsins. Hann vildi í gær bíða með að afgreiða frumvarp ríkisstjórnarinnar um bankann úr viðskiptanefnd alþingis þar til fjallað hefur verið skýrslu um seðlabanka frá Evrópusambandinu, sem von er á.
„FUFAN lýsir yfir fullum stuðningi við Höskuld í þessu máli. Höskuldur hefur marglýst því yfir að hann vilji breytingar á stjórn Seðlabankans en breytingar þær sem gerðar verða þurfa að ná tilskyldum árangri,“ segir í yfirlýsingu stjórnar FUFAN.
Þar segir einnig: „Svo virðist sem ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki hreinan skjöld í málinu og því er nauðsynlegt að sjá innihald skýrslunnar áður en frumvarpið verður afgreitt úr viðskiptanefnd.
Stjórn FUFAN lýsir yfir áhyggjum af framgöngu stjórnarflokkanna í málinu og veltir upp þeirri spurningu hvað ríkisstjórnin óttist í skýrslu Evrópusambandsins?“