Ungir framsóknarmenn á Akureyri styðja Höskuld

Höskuldur Þórhallsson alþingismaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson alþingismaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Stjórn fé­lags ungra fram­sókn­ar­manna á Ak­ur­eyri og styður Hösk­uld Þór­halls­son vegna seðlabankafrum­varps­ins. Hann vildi í gær bíða með að af­greiða frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um bank­ann úr viðskipta­nefnd alþing­is þar til fjallað hef­ur verið skýrslu um seðlabanka frá Evr­ópu­sam­band­inu, sem von er á. 

„FUF­AN lýs­ir yfir full­um stuðningi við Hösk­uld í þessu máli. Hösk­uld­ur hef­ur marglýst því yfir að hann vilji breyt­ing­ar á stjórn Seðlabank­ans en breyt­ing­ar þær sem gerðar verða þurfa að ná til­skyld­um ár­angri,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar FUF­AN.

Þar seg­ir einnig: „Svo virðist sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi ekki hrein­an skjöld í mál­inu og því er nauðsyn­legt að sjá inni­hald skýrsl­unn­ar áður en frum­varpið verður af­greitt úr viðskipta­nefnd.

Stjórn FUF­AN lýs­ir yfir áhyggj­um af fram­göngu stjórn­ar­flokk­anna í mál­inu og velt­ir upp þeirri spurn­ingu hvað rík­is­stjórn­in ótt­ist í skýrslu Evr­ópu­sam­bands­ins?“

mbl.is