Hvalur 8 í slipp

Hvalur 8 heldur frá Miðbakkanum þar sem hann hefur legið …
Hvalur 8 heldur frá Miðbakkanum þar sem hann hefur legið óhreyfður í tvo áratugi. mbl.is/Árni Sæberg

Hval­ur 8, sem legið hef­ur við bryggju í Reykja­vík­ur­höfn í tvo ára­tugi, leysti land­fest­ar í dag. Sigl­ing­in verður þó ekki löng held­ur fer skipið í slipp í Reykja­vík þar sem það verður und­ir­búið fyr­ir vænt­an­lega langreyðavertíð í sum­ar.

Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar áætl­ar hann að nota tvö skip við hval­veiðarn­ar í sum­ar, Hval 8 og Hval 9, sem notaður var á vertíðinni haustið 2006. Síðar­nefnda skipið var þá tekið í slipp og seg­ir Kristján að það þurfi ekki mik­inn und­ir­bún­ing.

Kristján seg­ist áætla að veiðarn­ar hefj­ist í júní, en leyft er að veiða allt að 150 langreyðar á ár­inu. Hann sagði aðspurður, að vel yrði hægt að veiða upp í kvót­ann á tveim­ur skip­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina