Kolbrún tekur þátt í prófkjöri

Kolbrún Baldursdóttir
Kolbrún Baldursdóttir

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, sál­fræðing­ur og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins býður sig fram í 4.-5. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Kol­brún hef­ur verið lög­gild­ur sál­fræðing­ur frá 1992 og hlaut  sér­fræðileyfi Land­læknisembætt­is­ins í klín­ískri sál­fræði 2008.

Kol­brún er fædd í Reykja­vík 1959. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1980 og BA prófi frá Há­skóla Íslands 1986. Kol­brún lagði stund á fram­halds­nám í sál­fræði í Rhode Is­land fylki í Banda­ríkj­un­um þaðan sem hún lauk tveim­ur Meist­ara­gráðum á fimm ára tíma­bili.

Kol­brún hef­ur rekið sál­fræðistofu og sinnt kennslu á grunn-, fram­halds- og há­skóla­stigi sam­hliða öðrum störf­um frá ár­inu 1992. Hún starfaði um tveggja ára skeið hjá Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins. Hún var yf­ir­sál­fræðing­ur á Stuðlum um ára­bil og í átta ár sál­fræðing­ur í Barna­vernd Kópa­vogs­bæj­ar. Ásamt rekstri sál­fræðistof­unn­ar hef­ur hún verið und­an­far­in þrjú ár skóla­sál­fræðing­ur í Áslands­skóla.

Kol­brún hef­ur átt sæti í Barna­vernd­ar­nefnd Reykja­vík­ur frá því í fe­brú­ar 2008. Hún hef­ur setið í ýms­um nefnd­um og stjórn­um m.a. á veg­um Sál­fræðinga­fé­lags Íslands og Sjálf­stæðis­flokks­ins.  Kol­brún var formaður Stétt­ar­fé­lags sál­fræðinga, hún hef­ur einnig átt sæti í stjórn BHM og í stjórn End­ur­mennt­un­ar­stofn­un­ar. Kol­brún er vara­formaður í stjórn Íbúa­sam­tak­anna Betra Breiðholt þar sem hún hef­ur átt sæti frá ár­inu 2006. 

Vef­ur Kol­brún­ar

 
mbl.is