Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri útflutnings hjá Bláa Lóninu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Magnús Orri Schram er 36 ára gamall Kópavogsbúi. Hann er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu (MBA) í stjórnun og viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann stundar doktorsnám og kennslu í frumkvöðlafræðum við sama skóla. Magnús Orri hefur m.a. starfað sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu, framkvæmdarstjóri hjá KR, rekið eigið fyrirtæki og verið stundakennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hann verið sölu- og markaðsstjóri fyrir vörur Bláa Lónsins á erlendum mörkuðum.