Magnús Orri í framboð

Magnús Orri Schram
Magnús Orri Schram

Magnús Orri Schram, sölu- og markaðsstjóri út­flutn­ings hjá Bláa Lón­inu, býður sig fram í 3. til 4. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Magnús Orri Schram er 36 ára gam­all Kópa­vogs­búi. Hann er með BA próf í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands og meist­ara­gráðu (MBA) í stjórn­un og viðskipt­um frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hann stund­ar doktors­nám og kennslu í frum­kvöðla­fræðum við sama skóla. Magnús Orri hef­ur m.a. starfað sem íþróttaf­réttamaður hjá Sjón­varp­inu,  fram­kvæmd­ar­stjóri hjá KR, rekið eigið fyr­ir­tæki og verið stunda­kenn­ari við viðskipta­deild Há­skól­ans í Reykja­vík. Und­an­far­in ár hef­ur hann verið sölu- og markaðsstjóri fyr­ir vör­ur Bláa Lóns­ins á er­lend­um mörkuðum.  

Vef­ur Magnús­ar Orra

mbl.is