Róbert Marshall, varaþingmaður og aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og óskar eftir stuðningi í annað til þriðja sæti listans.
Róbert var í þriðja sætinu fyrir tveimur árum. Róbert er fyrrverandi blaða- og fréttamaður.
Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þann 7. mars er netkosning og geta allir sem búsettir eru í kjördæminu tekið þátt.