„Þessu verður að linna“

Illugi Gunnarsson alþingismaður.
Illugi Gunnarsson alþingismaður. mbl.is

Ill­ugi Gunn­ars­son alþing­ismaður seg­ir í ávarpi til sjálf­stæðismanna sem birt­ist á heimasíðu flokks­ins í dag að sér kólni í sál­inni við að sjá ým­is­legt það sem skrifað hafi verið und­an­farið um sig og aðra fram­bjóðend­ur í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík. „Þessu verður að linna,“ seg­ir Ill­ugi.

„Und­an­farna daga hef­ur próf­kjörs­bar­átt­an verið að harðna hér í Reykja­vík. Mál­efna­leg gagn­rýni og rök­ræður eru nauðsyn og í slíkri umræðu eig­um við öll að vera þátt­tak­end­ur. En því miður er ekki allt mál­efna­legt sem sagt er þessa dag­ana. Ég hef reynt að halda mig frá því að lesa blogg og ým­is­legt það sem skrifað er um mig og aðra fram­bjóðend­ur á vefn­um. Það sem ég hef þó séð er nóg til þess að manni kóln­ar í sál­inni; nafn­laust blogg og at­huga­semd­ir sem hafa eng­an ann­an til­gang en þann að meiða, særa, skemma og eyðileggja, eru dag­legt brauð,“ seg­ir í pistli Ill­uga.

Síðan seg­ir þingmaður­inn: „Þessu verður að linna. Ekki mín vegna eða annarra sem hafa gefið sig í þetta allt sam­an. Því verður að linna vegna þess að með svona árás­um og svona tali skemm­um við Sjálf­stæðis­flokk­inn og drög­um úr mögu­leik­um hans til þess að ná ár­angri í kosn­ing­un­um í vor. Svo er annað og verra sem af þessu niðurrifi hlýst. Íslenska þjóðin þarf nú mest á von að halda, hug­rekki og krafti til þess að vinna sig úr þeim vanda sem við er að fást. Þessi vandi er ekki óleys­an­leg­ur, langt í frá. En lausn­in felst í því að við vinn­um sam­an, töl­um sam­an. Hún felst í því að við töl­um kjark í hvort annað, að við þjöpp­um okk­ur um þau gildi sem við eig­um sam­eig­in­leg og leys­um úr þeim ágrein­ingi sem þarf að leysa úr. Lausn­ina er hvergi að finna nema hjá okk­ur sjálf­um, í okk­ar eig­in hyggju­viti og sam­stöðu.“

Ill­ugi seg­ir að niðurrif, nei­kvæðni og það, að geta aldrei unað nein­um neins, dragi kraft­inn úr sam­fé­lag­inu. „Við get­um verið ósam­mála um menn og mál­efni, en sama hvar í flokki við stönd­um þá vilj­um við öll vinna land­inu okk­ar heilt.“

Hann seg­ir eðli­legt að menn tak­ist á í próf­kjöri; „það þarf að velja á milli manna og slíkt er aldrei auðvelt. Við sjálf­stæðis­menn eig­um nú mögu­leika á því að sýna að við get­um valið okk­ur for­ystu og um leið lagt okk­ar af mörk­um til að styrkja og styðja þá upp­bygg­ingu sem framund­an er. Það ger­um við með því að  ganga fram með þeim hætti að um okk­ur sjálf­stæðis­menn sé sagt að við tök­umst á heiðarlega og drengi­lega. Þannig vís­um við veg­inn, þannig leggj­um við gott til mál­anna og þannig erum við trú þeim hug­sjón­um og gild­um sem við vilj­um að ráði för hjá þjóðinni,“ seg­ir Ill­ugi Gunn­ars­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina