Lokaumræða um Seðlabanka hafin

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þriðja og síðasta umræða um seðlabankafrum­varpið er haf­in á Alþingi en sam­kvæmt því verður skipaður einn seðlabanka­stjóri og einn aðstoðarbanka­stjóri og einnig komið á fót svo­nefndri pen­inga­stefnu­nefnd. 

Meiri­hluti viðskipta­nefnd­ar Alþing­is legg­ur fram eina breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varpið fyr­ir lokaum­ræðuna í dag, um að pen­inga­stefnu­nefnd met­ur það svo að al­var­leg hættu­merki séu til staðar sem ógni fjár­mála­kerf­inu skuli hún op­in­ber­lega gefa út viðvar­an­ir þegar til­efni sé til.

Minni­hluti Sjálf­stæðis­flokks legg­ur til að for­sæt­is­ráðherra skuli leita staðfest­ing­ar Alþing­is áður en hann skip­ar seðlabanka­stjóra og aðstoðarseðlabanka­stjóra í fyrsta sinn.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, formaður viðskipta­nefnd­ar, sagði þegar hún mælti fyr­ir breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar, að til­laga sjálf­stæðismanna væri ómál­efna­leg. Með frum­varp­inu og breyt­ing­ar­til­lög­um sem samþykkt­ar hafa verið, hefði verið búið til af­skap­lega vandað reglu­verk, sem ætti að tryggja að aflagt yrði það kerfi að skipa seðlabanka­stjóra póli­tískt án þess að nokkr­ar hæfis­kröf­ur lægju því til grund­vall­ar.

Álf­heiður sagðist telja, að frum­varpið muni auka trú­verðug­leika efna­hags­stefnu stjórn­valda leggði grunn að betri og öfl­ugri seðlabanka sem geti notið traust bæði inn­an­lands og utan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina