Þarf 30 til sjós og 170 í landi

Hvalur 8 var tekinn í slipp í vikunni.
Hvalur 8 var tekinn í slipp í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir að um 30 manns verði til sjós við hval­veiðar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins í sum­ar og að reikna megi með að um 170 manns verði við störf í landi.

Hann hafði ekki upp­lýs­ing­ar um hvernig störf­in í landi skipt­ust á milli hvalsk­urðar, verk­un­ar og ann­ars en byggði þetta mat á reynslu sinni af hval­veiðum. Fjöld­inn, þ.e. 200 starfs­menn, eigi við um fyr­ir­tækið í full­um rekstri. Mat á fjölda starfs­manna geti þó aldrei verið ná­kvæmt. Þetta muni koma bet­ur í ljós í maí. „Við erum ekki í gangi nema kannski fimm mánuði á ári en svo þarf líka að und­ir­búa starf­sem­ina. Þú hleyp­ur ekki bara strax af stað,“ sagði Kristján. Aðspurður sagðist Kristján ekki vita um hve mörg árs­störf væri að tefla. „Það veit ég ekki. Ég hef ekki reiknað það út.“ Þá væri ekki víst að hann þyrfti að aug­lýsa eft­ir starfs­fólki því marg­ir hefðu hringt og spurst fyr­ir um störf við hval­veiðarn­ar.

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf., tel­ur að um 20-30 manns muni vinna við veiðar og vinnslu á hrefnu í sum­ar. Miðað við nú­ver­andi kvóta má veiða 100 hrefn­ur en Gunn­ar von­ast eft­ir kvóta upp á 200 dýr.

Miðað við 200 dýra kvóta ger­ir hann ráð fyr­ir 24-28 árs­störf­um við hrefnu­veiðar en um 16-20 árs­störf­um ef kvót­inn verður 100 dýr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: