Tveir mótmæla á dag

mbl.is/ÞÖK

Að meðaltali hafa um tveir út­lend­ing­ar á dag sam­band við ut­an­rík­is­ráðuneytið til að koma á fram­færi mót­mæl­um gegn hval­veiðum. Flest­ir senda tölvu­póst en til­tölu­lega fáir hringja, að sögn Urðar Gunn­ars­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa.

Frá ára­mót­um hafa átta manns komið á fram­færi mót­mæl­um við sendi­ráð Íslands í London og einn bætt­ist við í síðustu viku. Sendi­ráðið í Berlín hef­ur tekið á móti 14 mót­mæl­um, þar af tvenn­um í síðustu viku. Í liðinni viku höfðu fjór­ir sam­band við sendi­ráð Íslands í Washingt­on til að mót­mæla hval­veiðum og er heild­ar­fjöldi mót­mæla þar með kom­inn upp í sex. Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu hafa borist fjög­ur mót­mæla­bréf frá út­lönd­um og tvær stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina