Japanar leyfa hrefnuinnflutning

Japanar snæða hvalkjöt á veitingahúsi í Wada, austur af Tókýó.
Japanar snæða hvalkjöt á veitingahúsi í Wada, austur af Tókýó. AP

Jap­anska rík­is­stjórn­in hef­ur leyft inn­flutn­ing á norsku hrefnu­kjöti í fyrsta skipti frá ár­inu 1988. Þetta hef­ur jap­anska Kyodo frétta­stof­an eft­ir emb­ætt­is­mönn­um í báðum lönd­um. Um er að ræða 5,6 tonn af kjöti, sem flutt voru til Jap­ans á síðasta ári ásamt langreyðakjöti frá Íslandi.

Inn­flutn­ings­leyfi fékkst á síðasta ár­inu fyr­ir ís­lenska kjöt­inu og þá voru liðin 17 ár frá því hval­kjöt var var flutt inn til Jap­ans frá Íslandi.

Ísland og Nor­eg­ur eru einu rík­in í heim­in­um sem stunda hval­veiðar í at­vinnu­skyni. Jap­an­ar stunda um­fangs­mikl­ar hrefnu­veiðar í Suður­höf­um en þær eru í sam­ræmi við vís­inda­áætl­un þarlendra stjórn­valda.

Norska hrefnu­kjötið kom Nagoya í júní á síðasta ári en jap­anska sjáv­ar­út­vegs­stofn­un­in óskaði ekki eft­ir inn­flutn­ings­leyfi fyrr en í janú­ar. Kyodo hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni, að sá hluti kjöts­ins, sem átti að nota hrátt í sus­hi hafi ekki staðist próf­an­ir en gert sé ráð fyr­ir að aðrir hlut­ar kjöts­ins fari í gegn­um tollskoðun inn­an skamms.

Þegar emb­ætt­ismaður var spurður hvers vegna það hefði tekið svona lang­an tíma að að flytja kjötið inn í landið eft­ir að það kom þangað svaraði hann, að málið væri viðkvæmt vegna þess að um væri að ræða hval­kjöt. Skriffinnsk­an hefði verið tíma­frek vegna þess að langt væri síðan slíkt kjöt hefði verið flutt inn frá Nor­egi.

Kyodo seg­ir, að japönsk stjórn­völd virðist einnig hafa viljað fara fram af var­kárni enda ljóst að sú ákvörðun að leyfa inn­flutn­ing­inn muni sæta harðri gagn­rýni víða. Norðmenn eru hins veg­ar ánægðir.

„Við erum afar þakk­lát og ánægð með að nú sé hægt að eiga viðskipti með hvalaf­urðir," seg­ir Astrid Holt­an, aðstoðarskrif­stofu­stjóri viðskipta­skrif­stofu norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

„Vegna þess að þetta er sér­stök fram­leiðsla hef­ur farið fram mik­il alþjóðleg umræða og þetta er ekki auðvelt... þetta er ekki eins og venju­leg fiskviðskipti."

mbl.is