Hlutfall bolfisks í fæðu hrefnunnar hefur aukist

Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar.
Hrefna skýtur sér upp á yfirborð sjávar. mbl.is/Jim Smart

Hlut­fall bol­fisks á borð við ýsu og þorsk í fæðu hrefnu reynd­ist mun hærra í ný­leg­um rann­sókn­um en það mæld­ist áður. Hins veg­ar var minna af átu og loðnu í fæðu hrefn­unn­ar en áður. Stærð bráðar hrefn­unn­ar var allt frá 1-2 sm langri átu til 90 sm langs þorsks.

Þetta kom fram í rann­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar á fæðuvali hrefnu og breyt­ing­um á því.

„Meg­inniðurstaðan er sú að hrefn­an í kring­um landið borðar veru­lega mikið af fisk­meti og meira en við ætluðum,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Hóp­ur sér­fræðinga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, und­ir for­ystu Gísla Vík­ings­son­ar, kynnti á laug­ar­dag fyrstu niður­stöður rann­sókna á magainni­haldi og orku­bú­skap hrefnu.  Í ágripi með niður­stöðunum seg­ir, að heild­ara­frán hrefnu­stofns­ins við Ísland sé talið vera um 2 millj­ón­ir tonna á ári, sem er um þriðjung­ur af heild­ara­fráni þeirra 12 hvala­teg­unda sem halda sig reglu­lega á ís­lensku hafsvæði.

 „Miðað við fyrri rann­sókn­ir ein­kennd­ist fæðusam­setn­ing­in nú af mun hærra hlut­falli af ýsu, þorski og öðrum teg­und­um bol­fisks. Einnig var hlut­fall sandsíl­is í fæðunni hátt, sér­stak­lega fyrri hluta tíma­bils­ins. Hins veg­ar var minna af átu og loðnu en áður. Stærð bráðar var mjög breyti­leg, allt frá 1-2 sm átu til 90 sm (10 ára) þorsks. Tals­verður breyti­leiki var í fæðusam­setn­ingu eft­ir svæðum við landið og einnig sterk­ar vís­bend­ing­ar um breyt­ing­ar á fæðusam­setn­ing­unni yfir rann­sókn­ar­tíma­bilið,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Jó­hann Sig­ur­jóns­son seg­ir að farið verði í end­urtaln­ingu á strandsvæðinu í sum­ar til að fá betri upp­lýs­ing­ar um fjölda hrefnu við landið, sem hafi áhrif á mat á heild­ar­fæðunámi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina