Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Tæp­lega 46% þeirra sem tóku þátt í könn­un MMR þar sem spurt var um hvort fólk vildi held­ur vilja sem formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ingi­björgu
Sól­rúnu Gísla­dótt­ur eða Jón Bald­vin Hanni­bals­son vill hvor­ugt þeirra í for­mann­sembættið. Sam­tals voru 35,1% sem sögðust held­ur vilja
Ingi­björgu Sól­rúnu en 19% sögðust held­ur vilja Jón Bald­vin.

Ingi­björg Sól­rún með yf­ir­burði meðal kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Sé ein­göngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una í næstu Alþing­is­kosn­ing­um kem­ur í ljós að 68,2% sögðust held­ur vilja að Ingi­björg Sól­rún gegndi for­mann­sembætt­inu, 12,7% sögðust held­ur vilja að Jón Bald­vin yrði formaður og 19,1% sögðust vilja hvor­ugt þeirra.

Spurt var: „Kosn­ing­ar um for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fara fram á lands­fundi flokks­ins dag­ana 27.-29. mars næst­kom­andi. Tveir aðilar hafa boðið sig fram til að gegna embætti for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þau Jón Bald­vin Hanni­bals­son og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir. Hvort þeirra mynd­ir þú held­ur vilja að yrði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar?“ Sam­tals tóku 89,0% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Spurn­ing um stuðning við flokka var eft­ir­far­andi: Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk mynd­ir þú lík­leg­ast kjósa? Sam­tals tóku 61% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar, aðrir kváðust óákveðnir (22%), myndu skila auðu (11%), myndu ekki kjósa (2%) eða vildu ekki gefa upp af­stöðu sína (3%), að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá MMR.

Úrtakið í könn­un­inni eru ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-67 ára vald­ir handa­hófs­kennt úr þjóðskrá og svaraði 891 ein­stak­ling­ur en könn­un­in var gerð 3.-5. mars.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina