Kjördæmisþingi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram átti að fara í Mývatnssveit í dag hefur verið frestað vegna óveðurs um viku eða til sunnudagsins 15. mars klukkan 14. Framboðslisti VG í kjördæminu verður ákveðin á þessum fundi.