Hrefnuveiðileyfi auglýst

Njörður á hrefnuveiðum.
Njörður á hrefnuveiðum.





Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur staðfest reglu­gerð þar sem kveðið er á um þau skil­yrði sem upp­fylla þarf til að fá leyfi til hrefnu­veiða.

Skil­yrðin eru þau að að minnsta kosti einn úr áhöfn hafi reynslu af hrefnu­veiðum og einnig að skytt­ur sem ann­ist veiðar og af­líf­un dýra skuli hafa sótt nám­skeið í meðferð skut­ul­byssna og sprengiskutlna og í af­líf­un­araðferðum við hval­veiðar. Auk þessa skal skytta hafa full­nægj­andi skot­vopna­leyfi.

Með staðfest­ingu of­an­greindr­ar reglu­gerðar er ráðherra að fara að til­mæl­um umboðsmanns Alþing­is, þar sem hann óskaði eft­ir því  að aug­lýst­ar yrðu fyr­ir­hugaðar leyf­is­veit­ing­ar og skil­yrði fyr­ir  þeim þannig að tryggt yrði jafn­ræði milli borg­ar­anna og stuðlað að gegn­særri stjón­sýslu. Það sé í betra sam­ræmi við sjón­ar­mið um jafn­ræði og vandaða stjórn­sýlu­hætti að stjórn­völd aug­lýsi op­in­ber­lega að til standi að út­hluta tak­mörkuðum gæðum.

Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnu­veiða skulu vera búin.
 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina