Útreikningar ekki frá Hafró

Fiskur úr hrefnumaga.
Fiskur úr hrefnumaga. mynd/hrefna.is

Útreikn­ing­ar á heild­ar­áti hrefnu á þorski og ýsu eru ekki komn­ir frá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni, seg­ir í at­huga­semd frá Gísla A. Vík­ings­syni, hvala­sér­fræðingi á Haf­rann­sókna­stofn­un. At­huga­semd Gísla fer hér á eft­ir:

„Föstu­dag­inn 6. mars s.l. birt­ist frétt í Morg­un­blaðinu um rann­sókn­ir Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar á fæðu hrefnu und­ir fyr­ir­sögn­inni „Hrefn­an étur 300 þús. tonn af þorski og ýsu“. Þar er vitnað til frétt­ar á heimasíðu LÍÚ varðandi frumniður­stöður rann­sókna á hlut­falls­legri fæðusam­setn­ingu hrefnu á land­grunns­svæðinu við Ísland sem kynnt­ar voru á ráðstefnu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar í lok síðasta mánaðar.

Þar kom fram að hlut­falls­legt vægi bol­fisks í fæðunni hef­ur auk­ist veru­lega frá því sem áður var álitið, en jafn­framt var lögð áhersla á að ekki væri að svo stöddu tíma­bært að kynna áætlan­ir á þyngd hverr­ar fæðuteg­und­ar á árs­grund­velli. Útreikn­ing­arn­ir á heild­ar­áti hrefnu á þorski og ýsu eru því ekki frá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni komn­ir eins og haldið er fram í frétt­inni. Þeir byggj­ast á ein­faldri upp­færslu mats frá ár­inu 1997 á heild­ara­fráni hrefnu­stofns­ins við Ísland með hinum nýju hlut­fallstöl­um.

Niður­stöður hrefnu­rann­sókna und­an­far­inna ára hafa hins veg­ar sýnt fram á mik­inn land­fræðileg­an breyti­leika í fæðusam­setn­ing­unni og mikl­ar sveifl­ur í fjölda hrefna á land­grunns­svæðinu sem krefst sér­stakr­ar skoðunar við. Það er því ljóst að raun­hæft mat á afráni hrefnu á ein­stök­um fæðuteg­und­um krefst viðbót­ar-sýna­töku og tals­vert flókn­ari út­reikn­inga og er jafn­framt bundið mik­illi óvissu vegna óvenju­legra breyt­inga á fjölda hrefna og annarra þátta líf­rík­is­ins und­an­far­in ár.

Fyr­ir­hugaðar eru taln­ing­ar á hrefnu nú í sum­ar sem varpað geta ljósi á þenn­an breyti­leika. Lokaþátt­ur þess­ara rann­sókna felst í líkana­gerð þar sem til­lit verður tekið til þessa breyti­leika og leit­ast við að meta þátt hrefnu í líf­rík­inu við landið og hugs­an­leg áhrif á aðra nytja­stofna sjáv­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: