Meirihluti vill stjórnlagaþing samkvæmt könnun

Meiri­hluti er fylgj­andi stjórn­lagaþingi-þjóðþingi, sam­kvæmt nýrri könn­un sem Púls­inn vann fyr­ir Val­gerði Bjarna­dótt­ur, fram­bjóðanda í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Heild­ar­fjöldi svar­enda var 1.560. Fylgj­andi stjórn­lagaþingi voru 963 eða 62%, á móti voru 288 eða 18% og 309 eða 20% tóku ekki af­stöðu. Þegar hlut­fall þeirrra sem tóku af­stöðu er skoðað kem­ur í ljós að 77% svar­enda eru­fylgj­andi stjórna­lagaþingi en 23% eru því and­víg.Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Í könn­un­inni var spurt: ,,Ert þú fylgj­andi stjórna­lagaþingi til þess að þjóðin geti sett sér nýja stjórn­ar­skrá?”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina